Innlent

Tæplega 300 manns taka þátt í leitinni

Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór strax af stað til leitar þegar tilkynnt var um að fólkið væri týnt en það var um klukkan 17:30. Hún hefur nú snúið aftur til Reykjavíkur til þess að taka eldsneyti og í framhaldi af því verður tekin ákvörðun um hvort flogið verði af stað að nýju en aðstæður til leitar úr lofti eru slæmar sökum veðursins.


Tengdar fréttir

Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli

Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag.

150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×