Krefst frávísunar með sömu rökum og áður 11. desember 2010 05:00 Baldur Guðlaugsson kemur út úr Ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku fyrir setningu neyðarlaganna. Fréttablaðið/valli Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira