Krefst frávísunar með sömu rökum og áður 11. desember 2010 05:00 Baldur Guðlaugsson kemur út úr Ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku fyrir setningu neyðarlaganna. Fréttablaðið/valli Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira