Krefst frávísunar með sömu rökum og áður 11. desember 2010 05:00 Baldur Guðlaugsson kemur út úr Ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku fyrir setningu neyðarlaganna. Fréttablaðið/valli Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent