Innlent

Á slysadeild eftir dráttarvélarslys

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann og barn á slysadeild.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti mann og barn á slysadeild.
Karlmaður og barn voru flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir að dráttarvél sem þau voru í valt á mótum Snæfellsvegar og Vatnaleiðar á sjöunda tímanum í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var maðurinn lagður inn á skurðlækningadeild en barnið fór heim að lokinni skoðun á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×