Óð að ljósmyndara með hnefann á lofti 20. janúar 2010 06:00 Hosmany ramos Var leiddur inn í héraðsdóm í handjárnum sem fest voru við mittisól. Auk málflutnings í framsalsmáli hans var hann úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. febrúar.Fréttablaðið/Gva Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Árvökull fangavörður greip inn í atburðarás fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar brasilíski gæsluvarðhaldsfanginn Hosmany Ramos gerði sig líklegan til að ráðast á ljósmyndara Fréttablaðsins. Ramos virtist snöggreiðast þegar ljósmyndarinn hóf að mynda hann og kvaðst ekki vilja myndatökur. Að því búnu ætlaði hann að vaða að ljósmyndaranum með krepptan hnefa á lofti. Hann komst þó ekki alla leið því annar fangavarðanna kippti í ól sem var um mitti Ramosar, sem handjárnin höfðu verið fest við, og hnykkti honum til baka. Hann var síðan færður í hliðarherbergi, þar til málflutningur hófst í framsalsmáli hans. Í framhaldi af því var gæsluvarðhald yfir honum framlengt til 2. febrúar. Í málflutningnum í gær kom fram að framsalsbeiðni brasilískra stjórnvalda er grundvölluð á tveimur dómum sem hann hlaut í heimalandinu. Annars vegar tveggja ára dómur fyrir vopnað rán þegar hann, ásamt öðrum manni, rændi tvær konur með því að hóta þeim með byssu. Hins vegar 24 ára dóm fyrir skipulagningu á og þátttöku í mannráni og ráni. Hann var handtekinn þegar fram átti að fara afhending lausnargjalds upp á tuttugu milljónir króna á núverandi gengi. Hann og félagi hans skutu að lögreglumönnunum áður en handtaka fór fram. Ramos átti eftir tólf og hálft ár af afplánuninni, þegar hann lét sig hverfa að fengnu jólaleyfi. Honum skaut svo upp hér á landi 9. ágúst, sem kunnugt er. Hann bar fyrir dómi í gær að yrði hann framseldur biði hans ekkert annnað en dauðinn. Hann hefði skrifað greinargerð um spillingu háttsettra manna í Brasilíu inn á netið og nafngreint þar menn. Hann myndi því sæta pólitískum ofsóknum og sagði það algengustu aðferð til að láta menn hverfa í brasilískum fangelsum að setja eitur í matinn hjá þeim. Hins vegar kvaðst hann tilbúinn til að afplána eftirstöðvarnar hér á landi. jss@frettabladid.is
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum