Innlent

Makríll mun dreifðari en fyrr

Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og systurstofnana staðfesta mikið magn makríls innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.fréttablaðið/anton
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar og systurstofnana staðfesta mikið magn makríls innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.fréttablaðið/anton
Makríll er mun dreifðari og göngur hans við Ísland teygja sig lengra til vesturs en áður hefur sést. Þetta staðfesta niðurstöður úr vistfræðirannsóknum í kringum Ísland, Færeyjar og í Norska hafinu í júlí og ágúst.

Í sumar tók rannsóknaskipið Árni Friðriksson þátt í leiðangri ásamt einu skipi frá Færeyjum og tveimur frá Noregi. Markmiðið var að rannsaka vistfræði, umhverfi og kortleggja útbreiðslu og magnmæla makríl, síld og kolmunna í kringum Ísland, Færeyjar og í Noregshafi austur af Íslandi allt að ströndum Noregs.

Magn makríls á rannsóknasvæðinu öllu er talið vera fjórar til fimm milljónir tonna, þar af um 650 þúsund tonn á svæðinu sem Árni Friðriksson fór um innan íslensku landhelginnar. Skekkjan á þessu mati er hins vegar ekki vel þekkt. Norsk-íslenska síld var að finna í minna magni nú en árið á undan og var dreifing hennar einnig nokkuð frábrugðin fyrri árum.

Sameiginleg skýrsla um niðurstöður leiðangursins er til skoðunar hjá vinnuhópi innan Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem vinnur að mati á stærð þessara fiskistofna.

- shá



Fleiri fréttir

Sjá meira


×