Reynt að lægja öldur á fjölmennum fundi 13. nóvember 2010 06:00 Ögmundur jónasson Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Reynt var að sætta ágreining um meðferð nauðgunarmála í rannsóknar- og réttarkerfinu á fjölmennum, ríflega þriggja tíma samráðsfundi sem Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra boðaði til í ráðuneytinu í gær. Alls voru 37 manns boðaðir á fundinn, meðal annars frá lögreglu, ríkissaksóknara, dómstólum, Stígamótum, Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Jafnréttisstofu, Femínistafélagi Íslands, Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, Kvennaathvarfinu, V-dagssamtökunum og öllum þingflokkum. Tilefni fundarins var meðal annars sú ólga sem skapaðist eftir ummæli Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara um nauðgunarmál í DV. Björgvin sat fundinn en ekki Valtýr. Ögmundur Jónasson segir fundinn hafa verið gagnlegan og skoðanir manna ekki ýkja skiptar. „Ég held að kveikjan sé fyrst og fremst sú staðreynd að það eru ákveðnar vísbendingar um að fólk sem verður fyrir kynferðisofbeldi beri ekki nægilegt traust til kerfisins,“ segir ráðherrann. „Það er gríðarlegt misræmi á milli meintra brota annars vegar og hins vegar úrlausna í dómskerfinu. Það eru alvarlegar brotalamir þar og þetta er skref sem við erum að stíga til að finna þær og laga.“ Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, ráðskona Femínistafélagsins, segir fundinn hafa verið hinn fróðlegasta og þátttakendur hafi verið sammála um mikilvægi þess að skoða meðferð nauðgunarmála og hvernig bæta megi ferlið. „Upp úr umræðunum komu alls kyns tillögur um úrbætur, til dæmis að það væri mikilvægt að halda úti fræðslu fyrir dómara og aðra sem vinna að málunum svo að þolendur kynferðisafbrota mæti ekki skilningsleysi eða fordómum. En svo er líka ljóst að það skortir þekkingu á málaflokknum og að það þarf frekari rannsókna við.“ Daði Kristjánsson, fulltrúi Ríkissaksóknara, segir fundinn hafa verið mjög gagnlegan og málefnalegan. Það hafi verið mjög gott framtak hjá ráðherra að boða til hans. „Ég held að fundurinn hafi fært aðila nær hverja öðrum og dregið úr ágreiningi og menn hafi öðlast meiri skilning á sjónarmiðum hvers annars,“ segir Daði. „Ég held að niðurstaðan sé sú að staðan sé ekki fullkomin en hún sé viðunandi og að við séum á réttri leið.“ Ögmundur segir að nú verði þær ábendingar sem fram komu teknar saman og unnið frekar úr þeim. „Og síðan reynt að hrinda í framkvæmd þeim sem augljóslega eru til góðs,“ segir hann.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira