Lífið

Jessica grætur ekki Nick

Jessica Simpson segist samgleðjast fyrrum eiginmanni sínum sem trúlofaði sig fyrir stuttu. nordicphotos/getty
Jessica Simpson segist samgleðjast fyrrum eiginmanni sínum sem trúlofaði sig fyrir stuttu. nordicphotos/getty MYND/Getty
Söngkonan Jessica Simpson segist ánægð fyrir hönd fyrrum eiginmanns síns, söngvarans Nicks Lachey, sem trúlofaðist nýverið kærustu sinni, þáttastjórnandanum Vanessu Minnillo.

Slúðurrit hið vestra hafa haldið því fram að Simpson sé miður sín vegna fregnanna en í nýlegu viðtali sagði hún það fjarri lagi. „Ég samgleðst honum innilega. Ég skil ekki hvaðan þessi orðrómur kemur, ég varð alls ekki leið þegar ég heyrði fréttirnar,“ sagði söngkonan. „Sambandi okkar lauk fyrir löngu síðan og það væri gaman ef allir hinir kæmust nú yfir það og gætu í staðinn fagnað sambandi Nicks og Vanessu. Ég óska þeim alls hins besta í framtíðinni.“

Sjálf hefur Simpson verið í föstu sambandi við fyrrum ruðningshetjuna Eric Johnson og segist hún afar hamingjusöm með honum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.