Rapparinn Lil Wayne er nýsloppinn úr fangelsi en er nú á leiðinni í réttarsalinn á ný. Á meðan hann sat inni steig nefnilega fram kona sem sagði rapparann hafa grngist við barni sem fæddist fyrir átta árum.
Wayne á fyrir fjögur börn með fjórum konum og dómstóll hefur úrskurðað að hann gangist undir DNA-próf til að ganga úr skugga um hvort barnið sé hans eða ekki. Wayne átti að vera prófaður í september, en sat þá inni, var meira að segja í einangrun, þannig að prófinu var frestað þangað til í desember.
Af Wayne er það annars að frétta að hann er kominn í hljóðver á ný og byrjaður að taka upp lögin sem hann samdi í steininum. Óvíst er hversu mörg þau voru, en Wayne ætlar að veita þeim verðlaun sem nær að giska á fjölda laganna.
Fimm börn með fimm konum
