Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) ákvað á fundi sínum á mánudag að nýta heimild og gefa út nýtt viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðskráin hækkar um fimm prósent frá í fyrra, sem er sambærilegt við hækkun vísitölu neysluverðs á sama tíma.
Verðlagning á kindakjöti er frjáls en LS hefur heimild til að gefa út viðmiðunarverð til bænda. Í tilkynningu frá stjórn samtakanna kemur fram að sala á kindakjöti hafi verið með svipuðu móti innanlands á fyrstu sex mánuðum ársins og í fyrra. - jab
