Innlent

Mætti með sleggju á lögfræðistofu - vildi fá kröfu slegna niður

Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og meðeigandi að stofunni sem maðurinn mætti með sleggjuna.
Sveinn Andri Sveinsson lögmaður og meðeigandi að stofunni sem maðurinn mætti með sleggjuna.
„Það var einhver ósáttur skuldari sem vildi eitthvað leggja áherslu á mál sitt og mætti með sleggju," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögfræðingur. En starfsmönnum Lögfræðistofu Reykjavíkur var heldur brugðið þegar skuldarinn mætti í dag með sleggjuna.

Sveinn segir að maðurinn hafi viljað niðurfellingu kröfu en starfsmenn stofunnar hafi rætt við hann í rólegheitunum. „Lögreglan kom svo og þetta leystist allt saman," segir Sveinn Andri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×