Minkaræktin blómstrar á Íslandi eftir hrun krónunnar 19. júlí 2010 06:00 Minkaskinnin eru seld til Danmerkur. Verðið hefur hækkað töluvert eftir fall íslensku krónunnar og nú fást um sjö þúsund krónur fyrir hvert skinn. Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira
Á Íslandi eru starfrækt 22 minkabú og stendur til að eitt til viðbótar taki til starfa í Skagafirði í haust. Minkarækt í landinu gengur vonum framar og Björn Halldórsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir hrun íslensku krónunnar hafa gert það að verkum að búgreinin komst aftur á skrið. „Gengið komst loks í það sem það átti að vera,“ segir Björn. „Verð á skinnum á heimsmarkaði fór upp og í dag erum við að fá rúmlega helmingi meira fyrir hvert skinn, eða um sjö þúsund krónur. Hvert einasta skinn fer til Danmerkur og er danska krónan okkur sérstaklega hagstæð.“ Fjöldi minka í hverju búi er að meðaltali á milli sjö og átta þúsund og veltan um 50 milljónir á ári. „Markaðurinn stóð í stað í nokkur ár, en er loksins núna að taka við sér,“ segir Björn. „Útlendingar eru að fá nasaþef af greininni og einnig erum við farin að fá óvenju mikið af fyrirspurnum frá Íslendingum.“ Björn segir skilyrði á Íslandi vera kjörin fyrir iðnina og úrgangurinn úr dýrunum, sem er vandamál í mörgum öðrum löndum, kjörinn áburður á landið. „Hér er ódýr orka, auðveldur aðgangur á hreinu landi, gott loftslag fyrir dýrin og gott hráefni,“ segir hann. „Þetta er að vissu leyti angi af þekkingariðnaði. Við erum að nýta þekkingu og látum ekkert ráðast af tilviljunum.“ Strangar reglur eru um aðbúnað dýranna og segir Björn mikilvægt að aðstæður í búunum séu þannig að hver sem er geti komið inn hvenær sem er og fullyrt að hlutirnir séu í lagi. Hann hefur verið formaður SÍL í ellefu ár og ekki hefur nein kvörtun borist á þeim tíma. „Þessar nýju reglur voru settar að okkar frumkvæði. Við Íslendingar erum vanir því að búa í sátt og samlyndi við náttúruna og við reynum að búa eins vel að þessum dýrum og við getum. Okkar afkoma byggist á því að þeim líði sem best.“ Björn segir aðstæður dýranna vera mun lakari víða erlendis heldur en á Norðurlöndunum og að alþjóðasamtök fylgist grannt með þróun mála. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Sjá meira