Lokuðu ólöglegum síðum thorunn@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 02:00 Toy story er vinsæl meðal niðurhalara. Níu bandarískum vefsíðum sem buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum var lokað í gær. Síðurnar höfðu sumar boðið upp á niðurhal á glænýjum myndum eins og Toy Story 3 og Iron Man 2 innan sólarhrings frá því að þær voru frumsýndar. Lokun síðnanna er stærsta aðgerð sinnar tegundar og liður í stórum aðgerðum bandarískra stjórnvalda til að stemma stigu við ólöglegu niðurhali á sjónvarpsefni, kvikmyndum og tónlist. Samanlagt heimsóttu 6,7 milljónir manna heimasíðurnar níu í hverjum mánuði. Auk þess sem síðunum var lokað voru eignir á fimmtán banka- og fjárfestingareikningum gerðar upptækar og húsleitir gerðar í Norður-Karólínu, New York, New Jersey og Washington. Rannsókn lögreglunnar fór fram í ellefu ríkjum og einnig í Hollandi. Rúmlega 100 manns unnu að rannsókninni. Aðgerðin í gær er sú fyrsta sinnar tegundar, en hingað til hefur sjónum mest verið beint að ólöglegum DVD-diskum. Nú var í fyrsta sinn ráðist af fullum krafti á heimasíður sem bjóða ólöglegt niðurhal og græða ýmist á sölu auglýsinga eða frjálsum framlögum. Nú stendur aðeins á síðunum níu að þeim hafi verið lokað af yfirvöldum. John Morton, yfirmaður innflytjenda- og tollastofnunarinnar ICE, sagði málið upphafið að löngu ferli þar sem reynt verði að ráða niðurlögum ólöglegra niðurhalssíðna. Hann sagði jafnframt að hann vissi vel að það hefði ekki tekist með þessari einu aðgerð. „En ef einhver síða kemur upp aftur, þá komum við aftur." Stjórnvöld hafa sagst ætla að grípa til frekari aðgerða, mögulega með lögsóknum og fangelsisdómum. Erlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Sjá meira
Níu bandarískum vefsíðum sem buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum var lokað í gær. Síðurnar höfðu sumar boðið upp á niðurhal á glænýjum myndum eins og Toy Story 3 og Iron Man 2 innan sólarhrings frá því að þær voru frumsýndar. Lokun síðnanna er stærsta aðgerð sinnar tegundar og liður í stórum aðgerðum bandarískra stjórnvalda til að stemma stigu við ólöglegu niðurhali á sjónvarpsefni, kvikmyndum og tónlist. Samanlagt heimsóttu 6,7 milljónir manna heimasíðurnar níu í hverjum mánuði. Auk þess sem síðunum var lokað voru eignir á fimmtán banka- og fjárfestingareikningum gerðar upptækar og húsleitir gerðar í Norður-Karólínu, New York, New Jersey og Washington. Rannsókn lögreglunnar fór fram í ellefu ríkjum og einnig í Hollandi. Rúmlega 100 manns unnu að rannsókninni. Aðgerðin í gær er sú fyrsta sinnar tegundar, en hingað til hefur sjónum mest verið beint að ólöglegum DVD-diskum. Nú var í fyrsta sinn ráðist af fullum krafti á heimasíður sem bjóða ólöglegt niðurhal og græða ýmist á sölu auglýsinga eða frjálsum framlögum. Nú stendur aðeins á síðunum níu að þeim hafi verið lokað af yfirvöldum. John Morton, yfirmaður innflytjenda- og tollastofnunarinnar ICE, sagði málið upphafið að löngu ferli þar sem reynt verði að ráða niðurlögum ólöglegra niðurhalssíðna. Hann sagði jafnframt að hann vissi vel að það hefði ekki tekist með þessari einu aðgerð. „En ef einhver síða kemur upp aftur, þá komum við aftur." Stjórnvöld hafa sagst ætla að grípa til frekari aðgerða, mögulega með lögsóknum og fangelsisdómum.
Erlent Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Sjá meira