Lífið

Backyard verðlaunuð

Myndin Backyard hlaut dómnefndarverðlaun á hátíðinni.
Myndin Backyard hlaut dómnefndarverðlaun á hátíðinni.
Íslenska tónlistarmyndin Backyard hlaut sérstök dómnefndarverðlaun á einni stærstu heimildarmyndahátíð Evrópu, CPH:DOX, sem lauk í Kaupmannahöfn á sunnudag. Myndin vann ekki í sínum flokki, Sound & Vision, en fékk engu að síður viðurkenningu fyrir að vera bæði frumleg og nútímaleg.

„Þetta var mjög gaman því við vissum ekkert af þessu. Þetta kom algjörlega eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir leikstjórinn Árni Sveinsson. Backyard fjallar um íslenskar hljómsveitir sem tengjast vináttuböndum, þar á meðal Hjaltalín, múm, FM Belfast og Retro Stefson. „Við vorum þarna á eigin vegum og síðan var allt í einu verið að biðja okkur um að mæta á þessa verðlaunaafhendingu,“ segir Árni en forsvarsmenn hátíðarinnar héldu fyrst að enginn úr Backyard-hópnum hefði mætt á hátíðina.

Hljómsveitin Hjaltalín spilaði á lokatónleikum hátíðarinnar. Henni til halds og trausts voru listakonurnar Saga Sig og Hildur Yeoman sem bjuggu til myndbandsverk fyrir tónleikana. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.