Vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur 17. september 2010 05:15 Vestmannaeyjar Forstjóri Barnaverndarstofu mun ræða við barnaverndarnefndina í Vestmannaeyjum. „Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss
Fréttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira