Innlent

Brúin var orðin ótraust og götótt

Fyrir skiptingu „Brúin mátti muna fífil sinn fegurri,“ segir Halldór Sveinsson félagi í Slóðavinum.
Fyrir skiptingu „Brúin mátti muna fífil sinn fegurri,“ segir Halldór Sveinsson félagi í Slóðavinum.
Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir tók sig til í sumar og lagaði brú á Mosfellsheiði. Brúin liggur á vegarslóða frá Skálafells-afleggjara og inn á Mosfellsheiði.

„Brúin mátti muna fífil sinn fegurri,“ segir Halldór Sveinsson félagi í Slóðavinum. Brúargólfið var ótraust og götótt að sögn Halldórs. „Þessi brú var orðin hættuleg, við sáum að jeppamenn voru farnir að fara yfir ána fyrir neðan og þar var farið að myndast ljótt sár.“ Slóðavinir skiptu um brúargólfið og sáðu í sárin sem farin voru að myndast í landinu í kring.- mmf



Fleiri fréttir

Sjá meira


×