Innlent

Unglingar stálu bíl og fóru á rúntinn

Þrír unglingar stálu bíl í Kópavogi í gærkvöldi og fóru á rúntinn. Þeir skiptust á að sitja undir stýri og fóru víða á höfuðborgarsvæðinu en ökuferðinni lauk í Reykjavík þar sem bílinn var skilinn eftir.

Unglingarnir voru misjafnlega samstarfsfúsir þegar lögreglan ræddi við þá en bíllinn er nokkuð skemmdur eftir þetta uppátæki.

Unglingarnir þrír eru jafnframt grunaðir um að hafa fleira misjafnt á samviskunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×