Innlent

Fimm í gæsluvarðhald vegna fjársvikamáls

Einn karlamannanna sem var úrskurðaður í varðhald í dag.
Einn karlamannanna sem var úrskurðaður í varðhald í dag. Mynd Anton Brink

Fimm aðilar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fjársvikamáli.

Meðal annars var Steingrímur Þór Ólafsson handtekinn í Suður-Ameríku og stefnt er að því að fá hann framseldan hingað til lands.

Lögð var fram krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald til 8. október yfir hinum sakborningunum og á hana var fallist í héraðsdómi síðdegis.

Einn til viðbótar situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar en um verulega fjármuni er að ræða í þessu fjársvikamáli eða tæplega 300 milljónir. Þá fundust 11 kíló af fíkniefnum hjá einum sakborningnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×