Rök gegn gjaldþrotafrumvarpi haldi ekki lengur 20. september 2010 18:26 Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við." Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Formaður Viðskiptanefndar Alþingis segir að rök gegn frumvörpum sem fela í sér mikla hagsbót fyrir skuldara, séu ekki lengur fyrir hendi eftir nýfallinn dóm Hæstaréttar. Þingmenn og ríkisstjórn verði að taka skýra afstöðu með skuldurum. Frumvarp um gjaldþrotaskipti og fyrningu kröfuréttinda sem nokkrir þingmenn lögðu fram á Alþingi í vor hefur setið fast í allsherjarnefnd frá því í byrjun sumars. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að kröfur sem standa eftir þegar búið er að ganga að öllum eignum skuldara lifi einungis í fjögur ár. Með öðrum orðum: þeir sem verða gjaldþrota eru lausir allra mála eftir þann tíma. Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar og flutningsmaður frumvarpsins segir að það sé viðurkenning á þeim forsendubresti sem hafi orðið vegna bankahrunsins. Lilja tekur Lettland sem dæmi. Þingið þar hafi samþykkt í andstöðu við fjármálafyrirtækin þar í landi að stytta fyrningafrestinn. Þeir sem gátu greitt helminginn af sínum skuldum sátu uppi með eftirstöðvarnar í 1 ár, þeir sem gátu greitt 35% voru lausir eftir 2 ár, og þeir sem gátu greitt 20% af skuldunum voru lausir allra mála eftir 3 ár. Lilja segist hafa hitt einstakling sem hafi farið í gegnum gjaldþrot fyrir sjö árum síðan. „Skuldirnar hans eru ennþá lifandi, af banka sem hét einu sinni Búnaðarbankinn, var síðan seldur og fékk nafnið Kaupþing banki og varð gjaldþrota og er nú Arion banki. Þrátt fyrir að bankinn hafi tvisvar sinnum verið lagður niður lifa þessar kröfur. Þessi einstaklingur talaði um að hann hefði í raun neyðst til að lifa utan við samfélagið" Gjaldþrotafrumvarpið og svokallað lyklafrumvarp Lilju hafa bæði sætt gagnrýni fjármálafyrirtækja. Sú gagnrýni hefur fyrst og fremst gengið út á að þau séu afturvirk, það er að segja að þau nái yfir lánasamninga sem búið er að gera og breyti þeim. Í öðru lagi að þau rýri eignarrétt fjármálafyrirtækja. Lilja segir að nýfallinn dómur Hæstaréttar um vexti á gengistryggðum lánum gefi hins vegar fordæmi fyrir því að í lagi sé að breyta samningum eftir á og einnig því að í lagi sé að gera ákveðna eignaupptöku, hjá skuldurum. Rökin gegn frumvörpunum séu því ekki lengur fyrir hendi. Þá setji dómurinn aukna pressu á að þingmenn og ríkisstjórn taki afstöðu með skuldurum. „Því að dómurinn þýðir að þeir sem tóku gengistryggð íbúðarlán, greiðslubyrði þeirra mun þyngjast og þ.a.l. munu fleiri fara í þrot en við bjuggumst við."
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira