Saka Guðmund um einelti og hroka 28. júní 2010 04:00 Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður götusmiðjunnar. Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira
Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Sjá meira