Innlent

Heimsmet á sjóstöng

Myndin er á vefsíðunni vikari.is
Myndin er á vefsíðunni vikari.is

Þýskur sjóstangaveiðimaður veiddi í gær risastóra lúðu á Vestfjarðamiðum og er jafnvel talið að þetta sé stærsta lúða sem veiðst hefur á sjóstöng í heiminum til þessa, að því er segir á vefnum: Vikari.is.

Hún vóg 219 kíló og var tæplega tveir og hálfur metri á lengd. Töluvert hefur verið um erlenda sjóstangveiðimenn á Vestfjörðum í sumar, en þar eru leigðir út bátar til veiðanna.

Nokkrar stórlúður hafa veiðst í sumar, en engin nærri eins stór og þessi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×