Lítið eftirlit með utangarðsfólkinu úti á Granda Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. ágúst 2010 18:45 Lítið sem ekkert eftirlit er með heimilislausum sem dveljast í smáhýsum á Granda. Unnin var skýrsla fyrir velferðarsvið borgarinnar á síðasta ári og var það niðurstaða hennar að efla þyrfti eftirlit, en það var ekki gert. Heimilislaus maður sem þar dvelst segir að reglulega brjótist út slagsmál meðal vistmanna. Í gær lést heimilislaus kona sem dvelst í smáhýsunum úti á Granda eftir að sjúkraflutningamenn höfðu sinnt neyðarkalli á staðnum og ekki talið þörf á að því að flytja hana á spítala. Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði, vill að dauðsfallið verði rannsakað og hyggst kalla eftir skýringum frá velferðarsviði borgarinnar vegna þess. „Bæði þetta sem hefur verið sagt um aðkomu 112 að málinu og líka varðandi eftirlit með þessum húsum og þessu fólki," segir Þorleifur. Lítið sem ekkert eftirlit er með fólkinu sem dvelst úti á Granda, annað en stutt innlit frá starfsfólki Vesturgarðs sem er þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturgarðs, segir að reynt sé að veita fólkinu sem þarna dvelst eins góða þjónustu og aðstæður leyfa. Hann segir að starfsfólk Vesturgarðs líti við hjá fólkinu á hverjum degi. Á síðasta ári var skrifuð skýrsla fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks sem dvelst í smáhýsunum. Ein af niðurstöðum skýrsluhöfundar var að efla þyrfti eftirlit með því fólki sem þar dvelst, það hefur hins vegar ekki verið gert. „Ég veit ekki af hverju þessum tillögum hefur ekki verið fylgt, en þær komu reyndar í vor," segir Þorleifur. Hann segir að borgin sé ekki að gera nóg fyrir utangarðsmenn og færa þurfi þjónustu við þetta fólk til nútímans. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa séð skýrsluna og vissi ekkert um innihald hennar. Hún sagðist ætla að kalla eftir skýrslunni og bregðast við því sem þar kemur fram. Þorleifur segist vonast til þess að nýr borgarstjóri Jón Gnarr, muni gefa málefnum utangarðsmanna aukinn gaum í sínum störfum en hann talaði mikið aum að efla þyrfti úrræði fyrir heimilislausa fyrir kosningarnar í vor undir slagorðinu „Alls konar fyrir aumingja." Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Lítið sem ekkert eftirlit er með heimilislausum sem dveljast í smáhýsum á Granda. Unnin var skýrsla fyrir velferðarsvið borgarinnar á síðasta ári og var það niðurstaða hennar að efla þyrfti eftirlit, en það var ekki gert. Heimilislaus maður sem þar dvelst segir að reglulega brjótist út slagsmál meðal vistmanna. Í gær lést heimilislaus kona sem dvelst í smáhýsunum úti á Granda eftir að sjúkraflutningamenn höfðu sinnt neyðarkalli á staðnum og ekki talið þörf á að því að flytja hana á spítala. Þorleifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði, vill að dauðsfallið verði rannsakað og hyggst kalla eftir skýringum frá velferðarsviði borgarinnar vegna þess. „Bæði þetta sem hefur verið sagt um aðkomu 112 að málinu og líka varðandi eftirlit með þessum húsum og þessu fólki," segir Þorleifur. Lítið sem ekkert eftirlit er með fólkinu sem dvelst úti á Granda, annað en stutt innlit frá starfsfólki Vesturgarðs sem er þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri Vesturgarðs, segir að reynt sé að veita fólkinu sem þarna dvelst eins góða þjónustu og aðstæður leyfa. Hann segir að starfsfólk Vesturgarðs líti við hjá fólkinu á hverjum degi. Á síðasta ári var skrifuð skýrsla fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar um málefni utangarðsfólks sem dvelst í smáhýsunum. Ein af niðurstöðum skýrsluhöfundar var að efla þyrfti eftirlit með því fólki sem þar dvelst, það hefur hins vegar ekki verið gert. „Ég veit ekki af hverju þessum tillögum hefur ekki verið fylgt, en þær komu reyndar í vor," segir Þorleifur. Hann segir að borgin sé ekki að gera nóg fyrir utangarðsmenn og færa þurfi þjónustu við þetta fólk til nútímans. Björk Vilhelmsdóttir, formaður Velferðarráðs, sagðist í samtali við fréttastofu ekki hafa séð skýrsluna og vissi ekkert um innihald hennar. Hún sagðist ætla að kalla eftir skýrslunni og bregðast við því sem þar kemur fram. Þorleifur segist vonast til þess að nýr borgarstjóri Jón Gnarr, muni gefa málefnum utangarðsmanna aukinn gaum í sínum störfum en hann talaði mikið aum að efla þyrfti úrræði fyrir heimilislausa fyrir kosningarnar í vor undir slagorðinu „Alls konar fyrir aumingja."
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira