Umfjöllun: Bragi hetja Selfyssinga í botnslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga. Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Körfubolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira