Umfjöllun: Bragi hetja Selfyssinga í botnslagnum Elvar Geir Magnússon skrifar 5. ágúst 2010 18:30 Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga. Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
Agnar Bragi Magnússon var hetja Selfyssinga þegar hann tryggði þeim 3-2 sigur á Haukum í botnslag deildarinnar. Þetta var fyrsti sigur Selfyssinga síðan í þriðju umferð þegar þeir einmitt lögðu Hauka. Eftir þennan sigur Selfyssinga eru Haukar límdir við botninn. Þeir eru með sjö stig í neðsta sætinu, Selfoss er með ellefu og Grindavík tólf. Þetta eru liðin þrjú sem eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og staðan er. Haukar byrjuðu leikinn betur og sköpuðu sér nokkur úrvalsfæri sem fóru forgörðum. Spánverjinn Alexandre Garcia var líflegur og opnaði markareiking sinn á 21. mínútu. Hann reyndar skuldaði þetta mark þar sem hann fór illa með tvö færi í byrjun leiks. Selfyssingar voru ekki með í fyrri helming fyrri hálfleiks en fótboltinn er brellinn og bröndóttur og það sannaðist á 25. mínútu þegar Stefán Ragnar Guðlaugsson jafnaði í 1-1 eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta skot Selfyssinga á markið í leiknum. Þetta mark gaf gestunum byr undir báða vængi og þeir tóku forystuna fjórum mínútum síðar þegar varamaðurinn Guessan Bi Herve vann kapphlauð við Þórhall Dan Jóhannsson og skoraði í gegnum klofið á markverðinum Daða Lárussyni. Staðan var 2-1 í hálfleik en fjörið hélt áfram í þeim síðari. Haukamenn náðu að jafna í 2-2 eftir frábært einstaklingsframtak Guðjóns Lýðssonar á 65. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt góða marktilraun þegar hann skaut í slá úr aukaspyrnu. En það voru Selfyssingar sem tryggðu sér sigurinn á 75. mínútu þegar miðvörðurinn ógnarstóri Agnar Bragi Magnússon skóflaði boltanum upp í þaknetið. Guessan Bi Herve fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 81. mínútu en Haukar náðu ekki að nýta sér liðsmuninn. Selfyssingar fögnuðu sigrinum af gríðarlegri innlifun enda ekki fengið mörg tækifæri til þess í sumar. Staða Hauka varð enn dekkri og leit þeirra að fyrsta sigrinum í sumar virðist ekki ætla að bera árangur. Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Hauka og Selfoss í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Haukar - Selfoss 2-31-0 Alexandre Garcia (21.) 1-1 Stefán Ragnar Guðlaugsson (25.) 1-2 Guessan Bi Herve (29.) 2-2 Guðjón Lýðsson (65.) 2-3 Agnar Bragi Magnússon (75.) Rautt spjald: Guessan Bi Herve (81.) Áhorfendur: 983Dómari: Magnús Þórisson 6 Skot (á mark): 16-11 (7-8) Varin skot: Daði 5 - Jóhann 5 Horn: 9-10 Aukaspyrnur fengnar: 13-9 Rangstöður: 6-2 Haukar 4-4-2: Daði Lárusson 6 Ásgeir Þór Ingólfsson 5 Kristján Ómar Björnsson 5 Þórhallur Dan Jóhannsson 3 Hilmar Rafn Emilsson 3 Hilmar Geir Eiðsson 5 Jamie McCunnie 5 Guðjón Lýðsson 7 Magnús Björgvinsson 4 (77. Garðar Geirsson -) Arnar Gunnlaugsson 5 (46. Daníel Einarsson 6) Alexandro Garcia 6 Selfoss 4-5-1: Jóhann Ólafur Sigurðsson 6 Martin Dohlsten 5 Stefán Ragnar Guðlaugsson 6 Agnar Bragi Magnússon 7* - Maður leiksins Andri Freyr Björnsson 4 Gunnar Borgþórsson 4 Jean Stephane Yao Yao 7 Arilíus Marteinsson 6 (84. Ingi Rafn Ingibergsson -) Sævar Þór Gíslason - (15. Guessan Bi Herve 7) Jón Daði Böðvarsson 6 Viktor Unnar Illugason 6 (77. Viðar Örn Kjartansson -)Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Haukar - Selfoss.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira