Innlent

Harður árekstur á Skeiðavegi - þrír á slysadeild

Þrír voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi eftir harðan árekstur tveggja bíla sem ekið var í gagnstæða átt. Slysið varð í Skeiða- og Hrunamannavegi skammt norðan við Þjórsárdalsvegamót seinnipartinn í dag.

Fólkið er ekki talið illa slasað, að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum. Báðar bifreiðarnar eru ónýtar segir lögreglan á Selfossi.

Tildrög árekstursins eru óljós, en á slysstað er nýbúið að leggja klæðningu sem gæti hafa átt sinn þátt í slysinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×