Stjórnmálafræðingur: Besti flokkurinn tekur sig alvarlega 22. maí 2010 19:21 Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía. Kosningar 2010 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía.
Kosningar 2010 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira