Umfjöllun: Nóg af mörkum í Árbænum Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júlí 2010 15:50 Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Leik Fylkis og Selfoss lauk með 5-2 sigri Fylkis í Árbænum í kvöld. Selfyssingar eru því ennþá við botninn og ekkert virðist ganga að snúa við slöku gengi þeirra undanfarið. Litlu mátti muna að Selfoss kæmist yfir snemma leiks, Sævar Þór Gíslason fékk gott færi sem hann skaut framhjá og Fjalar Þorgeirsson varði vel frá Davíð Birgissyni. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkismenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar að verki Pape Mamadou Faye eftir hornspyrnu frá Tómasi Joð Þorsteinssyni. Eftir þetta fjaraði fyrri hálfleikurinn að mestu út en Selfyssingar voru þó hættulegir og hefðu getað jafnað á 46. mínútu þegar Andri Freyr Björnsson fékk sannkallað dauðafæri þegar fyrirgjöf kom og hann var einn og óvaldaður en setti boltann framhjá. Seinni hálfleikur var jfn í upphafi en svo héldu Fylkismenn sýningu fyrir aðdáendur sýna. Andrés Már Jóhannesson skoraði annað mark Fylkis á 56. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu utan af kanti sem sigldi í netið án snertingar. Sex mínútum síðar skoraði Jóhann Þórhallsson gott mark þegar hann fékk frábæra sendingu frá Alberti Brynjari Ingasyni gegnum vörn Selfoss og þar var hann einn á auðum sjó og setti boltann stöngin inn, 3-0. Jóhann var svo aftur að verki tíu mínútum síðar þegar keimlík sending úr fyrra marki hans kom inn nema í þetta sinn renndi hann boltanum fyrir markið þar sem Ásgeir Örn Arnþórsson setti boltann í autt netið. Áhorfendur voru svo varla sestir þegar Jóhann skoraði annað mark sitt og fimmta mark Fylkismanna aðeins tveimur mínútum síðar, enn og aftur kom hár bolti yfir vörnina sem Fylkismenn nýttu sér og kláraði Jóhann það af frábærri yfirvegun. Selfyssingar náðu svo að klóra í bakkann stuttu seinna, aukaspyrna kom inn á teig og varð misskilningur í varnarlínu Fylkis sem Arilíus Marteinsson nýtti sér og potaði boltanum í netið. Það var svo loks Kjartan Sigurðsson sem skoraði síðasta mark leiksins á 87. mínútu þegar hornspyrna leiddi til vandræðagangs í teignum og aftur náðu Selfyssingar að reka tána í boltann og koma honum í netið. Stuttu seinna flautaði Gunnar Jarl dómari leiksins til leiksloka og lauk leiknum því 5-2. Með þessu lyftu Fylkismenn sér upp í sjöunda sæti með 15 stig. Ljóst er hinsvegar að Selfyssingar þurfa að taka sig á ef þeir ætla að halda sér í Pepsi deildinni, þeir spiluðu á köflum vel í gær en hroðalegur kafli í seinni hálfleik gerði út um leik þeirra. Fylkir 5 - 2 Selfoss 1-0 Pape Mamadou Faye(24.) 2-0 Andrés Már Jóhannesson(56.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (62.) 4-0 Ásgeir Örn Arnþórsson(72.) 5-0 Jóhann Þórhallsson(74.) 5-1 Arilíus Marteinsson (76.) 5-2 Kjartan Sigurðsson (87.) Áhorfendur: 1534 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Skot (á mark): 15 -10 (7- 4) Varin skot:Fjalar Þorgeirsson 2 - Jóhann Ólafur Sigurðsson 2 Horn: 9 - 5 Aukaspyrnur fengnar: 8 - 12 Rangstöður: 2 - 1 Fylkir (4-3-3)Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 5 Tómas Joð Þorsteinsson 6 Kristján Valdimarsson 5 Andrés Már Jóhannesson 7 (76. Davíð Þór Ásbjörnsson) Albert Brynjar Ingason 6 (66. Friðrik Ingi Þráinsson 5) Ásgeir Örn Arnþórsson 7 (77. Andri Már Hermannsson) Pape Mamadoue Faye 6Jóhann Þórhallsson 7 – maður leiksins Selfoss (4-2-3-1 )Jóhann Ólafur Sigurðsson 4 Stefán Ragnar Guðlaugsson 4 Kjartan Sigurðsson 6 Agnar Bragi Magnússon 5 Guðmundur Þórarinsson 4 Jón Ottó Antonsson 6 (65. Ingþór Jóhann Guðmundsson 5) Jón Guðbrandsson 5 Jón Daði Böðvarsson 5 Davíð Birgisson 5 (63. Arilíus Marteinsson 6) Andri Freyr Björnsson 6 Sævar Þór Gíslason 4 (63. Ingólfur Þórarinsson 5) Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Til þess að lesa leiklýsinguna þarf að smella hér: Fylkir - Selfoss
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast