Fjögur hundruð mótmæla Gillz vegna símaskráar Valur Grettisson skrifar 25. október 2010 11:20 Egill Einarsson. Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hátt í fjögur hundruð manns hafa skráð sig á Facebook-síðu þar sem samstarfi Egils Einarssonar, oft nefndur Gillzenegger, vegna ritun símaskráarinnar er harðlega mótmælt. Ástæðan er meint kvenfyrirlitning einkaþjálfarans. Þá hafa tæplega 300 einstaklingar skráð sig á þar til gert mótmælaskjal á netinu þar sem fólk segist ætla að skrá sig úr símaskránni vegna þess sem þeir kalla niðurlægjandi gríns, sem hann hefur sett fram. Á Facebook-síðunni er rifjuð upp gömul bloggfærsla þar sem Egill víkur orðum að feministum. Meðal þess sem hann skrifar er eftirfarandi: „Steinunn Valdís Óskarsdóttir, alþingismaður. Steinunn er portkonan sem vildi breyta orðinu ráðherra í ráðfrú fyrir konur. Steinunn þarf lim og það strax. Á hana Steinunni Valdísi dugar ekkert annað en lágmark tveir harðir og munu Buka og Yao taka þetta verkefni að sér." Egill fjarlægði bloggfærsluna af vef sínum eftir að Ríkissjónvarpið fjallaði um málið árið 2007. Tilefni umfjöllunar RÚV á sínum tíma var sú að færslan var kærð til lögreglunnar vegna meintra hótanna. Færslan var undir liðnum Fréttastofan. Þegar haft var samband við framkvæmdastjóra Já, Sigríði Margréti Oddsdóttur, sagði hún að tekið væri á móti nýskráningu og afskráningu í símaskránna á hverjum degi. „Við fengum sterk viðbrögð um helgina frá nokkrum einstaklingum sem er alls ekki sáttur við framkomu Egils en það ber að taka fram að við fengum líka jákvæð viðbrögð. Við biðjum okkar viðskiptavini afsökunar ef einhver hefur móðgast vegna samstarfsins, það var svo sannarlega ekki ætlunin," segir Sigríður. Sigríður segir að mótmælin muni ekki hafa áhrif á samstarf fyrirtæksins við Egil. „Við metum það sem svo að það sé ómaklega vegið að Agli í umræðunni sem stendur, hann hefur undanfarin ár verið í forsvari fyrir jákvæð verkefni, hvort sem um ræðir bókaútgáfu, sjónvarpsþætti eða heilsurækt," segir Sigríður og bætir við: „Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér og við ætlum að halda áfram að vinna að undirbúningi næstu Símaskrár af fullum krafti. Okkar viðskiptavinir geta verið vissir um að næsta Símaskrá verður ekki bara full af símanúmerum heldur líka full af jákvæðu, skemmtilegu og uppbyggilegu efni fyrir lesendur bókarinnar," segir Sigríður. Egill tekur við af listamanninum Hugleiki Dagssyni sem oft hefur teiknað umdeildar myndir. Sigríður segir einhverja hafa ekki verið sátta við hans aðkoma að bókinni, „en þeir voru líka miklu fleiri sem þökkuðu þessa nýbreytni," segir Sigríður. Á nýrri útvarpssíðu Vísis má hlusta á viðtal við Egil sem Simmi og Jói tóku við hann í þætti sínum á laugardag.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira