Þurfa að endurbyggja hluta af Hörpu Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2010 14:06 Einn veggurinn á Hörpu stenst ekki álagsprófanir. Glerveggurinn sem myndar suðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu stenst ekki mesta vindálag sem búast má við á næstu 50 árum, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið. Að mati aðalverktaka hússins, ÍAV, er nauðsynlegt að taka vegginn niður og endurbyggja. Í tilkynningu frá aðstandendum Hörpu kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að þetta muni seinka opnun hússins.í maí á næsta ári. ÍAV vinnur nú að áætlun um úrbætur sem mun tryggja að hægt verður að opna húsið á tilskyldum tíma. ÍAV er sem aðalverktaki ábyrgt fyrir framleiðslu og uppsetningu glerhjúpsins en kínverska fyrirtækið Lingyun er sem undirverktaki ábyrgt gagnvart ÍAV. Stjórnendur Austurhafnar og Portusar hafa gert kröfu um að hugsanlegt fjárhagstjón verði bætt. „Það var í byrjun síðustu viku sem aðalverktaki byggingarinnar tilkynnti þetta sem auðvitað veldur okkur vonbrigðum þar sem framkvæmdir hafa gengið vel og verið á áætlun. Stjórnendur Portusar og Austurhafnar fagna því hins vegar að þetta hefur lítil sem engin áhrif á opnun hússins að mati verktakans.. Þá er það jákvætt að ÍAV hafi lagt í vandaðar rannsóknir á álagsþoli stálsins og taki fulla ábyrgð ásamt undirverktaka glerhjúpsins, Lingyun, á endursteypu og enduruppsetningu burðarvirkisins. Við vísum að öðru leyti á Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um orsakir þessa og hvernig staðið verður að framkvæmdinni." segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Totus ehf., félags sem reisir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í tilkynningu sem barst. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Glerveggurinn sem myndar suðurhlið Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu stenst ekki mesta vindálag sem búast má við á næstu 50 árum, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið. Að mati aðalverktaka hússins, ÍAV, er nauðsynlegt að taka vegginn niður og endurbyggja. Í tilkynningu frá aðstandendum Hörpu kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir að þetta muni seinka opnun hússins.í maí á næsta ári. ÍAV vinnur nú að áætlun um úrbætur sem mun tryggja að hægt verður að opna húsið á tilskyldum tíma. ÍAV er sem aðalverktaki ábyrgt fyrir framleiðslu og uppsetningu glerhjúpsins en kínverska fyrirtækið Lingyun er sem undirverktaki ábyrgt gagnvart ÍAV. Stjórnendur Austurhafnar og Portusar hafa gert kröfu um að hugsanlegt fjárhagstjón verði bætt. „Það var í byrjun síðustu viku sem aðalverktaki byggingarinnar tilkynnti þetta sem auðvitað veldur okkur vonbrigðum þar sem framkvæmdir hafa gengið vel og verið á áætlun. Stjórnendur Portusar og Austurhafnar fagna því hins vegar að þetta hefur lítil sem engin áhrif á opnun hússins að mati verktakans.. Þá er það jákvætt að ÍAV hafi lagt í vandaðar rannsóknir á álagsþoli stálsins og taki fulla ábyrgð ásamt undirverktaka glerhjúpsins, Lingyun, á endursteypu og enduruppsetningu burðarvirkisins. Við vísum að öðru leyti á Íslenska aðalverktaka (ÍAV) um orsakir þessa og hvernig staðið verður að framkvæmdinni." segir Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Totus ehf., félags sem reisir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu í tilkynningu sem barst.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira