Íslenski boltinn

Spilaði einu sinni með Messi en er nú kominn til Hauka - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandre Garcia Canedo boðinn velkominn í Hauka.
Alexandre Garcia Canedo boðinn velkominn í Hauka. Mynd/Heimasíða Hauka
Spánverjinn Alexandre Garcia Canedo er búinn að gera samning við Pepsi-deildarlið Hauka en þessi 24 ára sóknarmaður er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Hauka í félagsskiptaglugganum sem opnaði 15.júlí.

Alexandre Garcia Canedo var síðast samningsbundinn Barcelona en hann var leystur undan samning árið 2006 og hefur síðan þá spilað áhugamannabolta og stundað nám í Bandaríkjunum.

Alexandre Garcia Canedo spilaði með Lionel Messi með yngri liðum Barcelona og í myndbandi á Haukasíðunni má sjá Lionel Messi meðal annars leggja upp fyrir hann mark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×