Enski boltinn

De Jong: Balotelli er að verða að manni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli er hress.
Balotelli er hress.

Hollendingurinn Nigel De Jong hjá Man. City ber Ítalanum Mario Balotelli vel söguna og segir ekkert hæft í því að hann sé einfari í leikmannahópi félagsins.

De Jong segir að allir leikmenn liðsins séu afar almennilegir við Balotelli og reyni að hjálpa honum eins og þeir geta.

"Hann er vissulega mjög líflegur náungi. Líkamstjáningin er vissulega ekki alltaf eins og maður vill hafa hana. Hann er samt sigurvegari, vill vinna alla leiki og skora. Hann er einnig mjög gagnrýninn á sjálfan sig," sagði De Jong.

"Þetta er fínn strákur og náttúrulega mjög ungur. Það hjálpa honum allir svo honum líði vel. Hann er enginn einfari og hefur lært mikið á síðustu mánuðum. Hann er smám saman að verða að manni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×