Enski boltinn

Hodgson: Hvar hefur hinn frægi Anfield-stuðningur verið í minni tíð?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog, Steven Gerrard og Fernando Torres.
David Ngog, Steven Gerrard og Fernando Torres. Mynd/AP
Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir slakt gengi Liverpool-liðsins og skelfilega frammistöðu í gær í tapi á heimavelli á móti botnliði ensku úrvalsdeildarinnar. Wolves kom á Anfield og vann 1-0 sigur, sinn fyrsta útisigur á tímabilinu.

Stuðningsmenn Liverpool voru allt annað en sáttir í leikslok og létu óánægju sína vel í ljós. Þeir kölluðu eftir Kenny Dalglish og sumir notuðu kaldhæðnina með því að kalla: „Hodgson ætti að þjálfa enska landsliðið."

Hodgson var pirraður eftir leikinn og skaut á stuðningsmenn Liverpool. „Hvar hefur hinn frægi Anfield-stuðningur verið í minni tíð? Ég hef aldrei fundið fyrir honum síðan ég tók við liðinu," sagði

Hodgson en Liverpool hefur ekki byrjað tímabil verr síðan að það féll úr deildinni eftir tímabilið 1953-54.

„Það var vandamál með gömlu eigendurnar og þá var Kenny svo vinsæll. Ég fékk hinsvegar starfið og ég varð að lifa með því að fá engan stuðning úr stúkunni. Ég vona að stuðningsmenn okkar fari nú að styðja við liðið því við þurfum virkilega á stuðningi að halda. Við erum ekki að reyna að tapa leikjum," sagði Hodgson og bætti við:

„Það hafa allir séð þessa leikmenn áður og þeir eru ekki að spila eins og þeir hafa gert. Það er bara komi tími á að stuðningsmennirnir fari að hjálpa okkur. Við erum ekki að tapa leikjum af því að við erum ekki að leggja okkur fram. Það var vantar gæði og sjálfstraust og öll þessi neikvæðni er ekki að hjálpa til," sagði Hodgson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×