Enski boltinn

Pabbi Playboykanínu ekki ánægður með Ashley Cole

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kayla er að halda sér.
Kayla er að halda sér.

Ashley Cole, bakvörður Chelsea, er ekki af baki dottinn í kvennamálunum þó svo að hjónaband hans við Cheryl Cole hafi sprungið í loft upp.

Cole er þessa dagana að slá sér upp með Playboybombunni Kayla Collins sem er 23 ára gömul.

Faðir Kayla gaf grænt ljós á sambandið í fyrstu en hefur nú dregið stuðning sinn til baka eftir að hafa lesið um Cole á netinu. Hann ku ekki hafa verið par hrifinn eftir að hafa lesið um kvennaævintýri bakvarðarins.

Hin fjölhæfa Kayla hefur annars nóg að gera þessa dagana en hún er stödd í einhverjum frumskógi sem stendur þar sem hún tekur þátt í raunveruleikaþætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×