Enski boltinn

Tony Pulis ætlar ekki að reyna að fá David Beckham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis, stjóri Stoke.
Tony Pulis, stjóri Stoke. Mynd/Nordic Photos/Getty
Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur lokað á þann möguleika á að David Beckham komi á láni til félagsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í næstu viku. Beckham er búinn að klára tímabilið með bandaríska liðinu LA Galaxy og er að leita sér að liði í Evrópu.

„Nei, ég held ég sleppi því að reyna að fá David," sagði Tony Pulis í viðtalið við Sky Sports News en Stoke var talið verið eitt þeirra félaga sem vildu frá fyrrum enska landsliðsmanninn til sín.

„Ég vona að hann komi í ensku úrvalsdeildina. Hann er frábær fótboltamaður sem hefur staðið sig roslega vel fyrir þjóð sína," sagði Tony Pulis.

Pulis hrósaði Beckham fyrir það hvernig hann réð við þær erfiðu kringumstæðum þegar hann var gerður að blóraböggli eftir HM 1998. Beckham var rekinn útaf á móti Argentínu þar sem Englendingar duttu út í vítakeppni. Enskir fjölmiðlar lögðu hann í einelti eftir leikinn og hann fékk síðan óblíðar móttökur hjá áhorfendum næsta tímabil á eftir.

„Hann sýndi þar úr hverju hann var gerður. Hann hristi þetta allt af sér og hélt áfram með sitt líf og sinn fótboltaferil. Hann er mjög góður leikmaður og frábær sendiherra fyrir enskan fótbolta," sagði Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×