Umfjöllun DV gæti haft áhrif á ákvörðun FME 27. október 2010 18:33 Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sem kunnugt er freistar hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar að kaupa tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi skal aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í vátryggingafélagi tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín og sendu Heiðar Már og félagar tilkynningu til FME fyrir þónokkru síðan. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að aðeins væri eftir undirskrift Seðlabanka Íslands, sem fer með 73 prósenta hlut í félaginu, til að klára samninga um kaupin. Í viðtali í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðinn sagði Heiðar Már síðan eftirfarandi: „Ég er nú reyndar að vona að þessir samningar takist á tveimur eða þremur dögum, þá er hægt að upplýsa um að þetta takist allt saman," sagði Heiðar Már þá. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu að Seðlabankinn hefði ekki enn gert upp hug sinn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að aðeins þurfi undirskrift Seðlabankans til að klára samningana. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi leggur FME mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í viðkomandi vátryggingafélagi. Samkvæmt upplýsingum frá FME hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Þær upplýsingar fengust að málið væri í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá FME gæti umfjöllun DV um Heiðar Má haft áhrif á hæfi hans og meðfjárfesta hans til að eiga Sjóvá, enda er sá skilningur lagður í ákvæðið í lögunum að um sé að ræða „orðsporsáhættu í víðu samhengi." Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur ekki gefið samþykki sitt fyrir því að hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar fái að kaupa Sjóvá og óvíst hvort slíkt samþykki verði veitt, en umfjöllun DV um Heiðar Má kann að hafa áhrif á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins. Sem kunnugt er freistar hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar að kaupa tryggingafélagið Sjóvá. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi skal aðili sem hyggst eignast, einn sér eða í samstarfi við aðra, virkan eignarhlut í vátryggingafélagi tilkynna Fjármálaeftirlitinu fyrir fram um áform sín og sendu Heiðar Már og félagar tilkynningu til FME fyrir þónokkru síðan. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að aðeins væri eftir undirskrift Seðlabanka Íslands, sem fer með 73 prósenta hlut í félaginu, til að klára samninga um kaupin. Í viðtali í Íslandi í dag á sunnudaginn síðastliðinn sagði Heiðar Már síðan eftirfarandi: „Ég er nú reyndar að vona að þessir samningar takist á tveimur eða þremur dögum, þá er hægt að upplýsa um að þetta takist allt saman," sagði Heiðar Már þá. Heiðar Már sagði í samtali við fréttastofu að Seðlabankinn hefði ekki enn gert upp hug sinn. Málið er hins vegar ekki svo einfalt að aðeins þurfi undirskrift Seðlabankans til að klára samningana. Samkvæmt lögum um vátryggingarstarfsemi leggur FME mat á hvort sá sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut sé hæfur til að eiga eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs vátryggingafélags. Við mat á hæfi viðkomandi skal m.a. höfð hliðsjón af orðspori þess sem hyggst eignast eða auka við virkan eignarhlut í viðkomandi vátryggingafélagi. Samkvæmt upplýsingum frá FME hefur ekki enn verið tekin ákvörðun um hvort hópur fjárfesta undir forystu Heiðars Más sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá. Þær upplýsingar fengust að málið væri í vinnslu. Samkvæmt upplýsingum frá FME gæti umfjöllun DV um Heiðar Má haft áhrif á hæfi hans og meðfjárfesta hans til að eiga Sjóvá, enda er sá skilningur lagður í ákvæðið í lögunum að um sé að ræða „orðsporsáhættu í víðu samhengi."
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Sjá meira