Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða 26. júní 2010 18:43 Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. Götusmiðjunni var lokað í gær og ungmenni sem þar voru í vistun voru fjarlægð. Bragi Guðbrandsson segir að málið eigi sér nokkurn aðdraganda. Ekki hafi náðst nægilega mikill árangur af starfinu á heimilinu. Bragi segir að innan við þriðjungur vistmenna hafi lokið við lágmarks tíma í sinni meðferð og segir hann að þau vandamál megi rekja til slakrar stjórnunar. Ákveðinn vendipunktur hafi síðan orðið sem hafi réttlætt lokun heimilisins. Að sögn Braga upplýstust í viðtölum við börn og starfsfólk ákveðin mál sem litin hafi verið mjög alvarlegum augum. Bragi er þarna að vísa til atviks sem átti sér stað á fundi sem Guðmundur átti með börnum sem voru í vistun hjá Götusmiðjun, en Bragi segir að Guðmundir hafi sagt hluti við börnin sem hafi valdið hjá þeim kvíða og vanlíðan. Guðmundur þvertekur fyrir þetta og segist hafa sagt glaðhlakkanlega að fyrr á árum hafi menn verið hnébrotnir virtu þeir ekki trúnað. Guðmundur segir að börnin tali götumál og það sem hann hafi sagt á fundinum hafi bara verið til þess að árétta trúnað. Í öllu falli segir Guðmundur að rétt viðbrögð Braga við þeim ummælum hefðu verið að áminna hann með einhverjum hætti en ekki að rjúka til og loka heimilinu. Götusmiðjan fær á annað hundrað milljónir króna á ári frá Barnaverndarstofu. Aðspurður segist Guðmundur vera með sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Götusmiðjunni, en Bragi Guðbrandsson segir að Guðmundur hafi lengi ekki verið starfandi á heimilinu heldur aðeins komið þangað af og til og gefið starfsmönnum fyrirmæli. Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. Götusmiðjunni var lokað í gær og ungmenni sem þar voru í vistun voru fjarlægð. Bragi Guðbrandsson segir að málið eigi sér nokkurn aðdraganda. Ekki hafi náðst nægilega mikill árangur af starfinu á heimilinu. Bragi segir að innan við þriðjungur vistmenna hafi lokið við lágmarks tíma í sinni meðferð og segir hann að þau vandamál megi rekja til slakrar stjórnunar. Ákveðinn vendipunktur hafi síðan orðið sem hafi réttlætt lokun heimilisins. Að sögn Braga upplýstust í viðtölum við börn og starfsfólk ákveðin mál sem litin hafi verið mjög alvarlegum augum. Bragi er þarna að vísa til atviks sem átti sér stað á fundi sem Guðmundur átti með börnum sem voru í vistun hjá Götusmiðjun, en Bragi segir að Guðmundir hafi sagt hluti við börnin sem hafi valdið hjá þeim kvíða og vanlíðan. Guðmundur þvertekur fyrir þetta og segist hafa sagt glaðhlakkanlega að fyrr á árum hafi menn verið hnébrotnir virtu þeir ekki trúnað. Guðmundur segir að börnin tali götumál og það sem hann hafi sagt á fundinum hafi bara verið til þess að árétta trúnað. Í öllu falli segir Guðmundur að rétt viðbrögð Braga við þeim ummælum hefðu verið að áminna hann með einhverjum hætti en ekki að rjúka til og loka heimilinu. Götusmiðjan fær á annað hundrað milljónir króna á ári frá Barnaverndarstofu. Aðspurður segist Guðmundur vera með sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Götusmiðjunni, en Bragi Guðbrandsson segir að Guðmundur hafi lengi ekki verið starfandi á heimilinu heldur aðeins komið þangað af og til og gefið starfsmönnum fyrirmæli.
Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira