Innlent

Höfuðstærð hefur áhrif á Alzheimer

Ný rannsókn bendir til þess að höfuðstórir einstaklingar með Alzheimer-sjúkdóm hafi betra minni og skarpari hug en þeir sem hafa minni höfuð. Þetta gildir jafnvel þó hlutfall dauðra heilafrumna vegna sjúkdómsins sé það sama.

Rannsóknin var birt í júlíhefti bandarísku taugavísindastofnunarinnar. Þar kemur fram að fyrir hvert prósent dauðra heilafrumna bætir auka sentimetri við þvermál höfuðs, árángur á minnisprófum um sex prósent að meðaltali.

Þó erfðir skipti mestu um höfuðstærð hafa næring og aðstæður barna til sex ára aldurs mikil áhrif líka en heili barns hefur náð 93 prósentum af fullri stærð strax við sex ára aldur.

Um 270 manns með Alzheimer tóku þátt í rannsókninni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×