Enski boltinn

Jafnt hjá Blackburn og West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

West Ham situr sem fastast á botni ensku úrvalsdeildarinnar en liðið náði þó í kærkomið stig á útivelli gegn Blackburn í dag.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en það var Junior Stanislas sem jafnaði metin fyrir West Ham seint í leiknum.

Ryan Nelson kom Blackburn yfir með því að ýta boltanum yfir línuna með hnénu.

Morten Gamst Pedersen, Blackburn, og Luis Boa Morte, West Ham, fengu ágæt færi í upphafi leiks og þá átti Matthew Upson skot í stöng fyrir gestina eftir að Blackburn komst yfir í leiknum.

Þetta var fyrsti leikur Blackburn eftir að Sam Allardyce var rekinn úr starfi fyrr í vikunni en liðið er í tólfta sæti deildarinnar með 22 stig.

West Ham er með þrettán stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Aðeins tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en í hinum vann Sunderland 1-0 sigur á Bolton. Mikil snjókoma var á Bretlandseyjum í nótt og hefur þurft að fresta sjö leikjum í deildinni, þar af öllum þremur sem áttu að fara fram á morgun.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×