Innlent

Ragnheiður íhugar enn

Ragnheiður Ríkharðsdóttir Þingmaðurinn situr í nefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir Þingmaðurinn situr í nefnd sem fjalla á um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, íhugar enn hvort hún upplýsi um prófkjörskostnað sinn og þá sem styrktu hana fyrir prófkjör vegna alþingiskosninga 2007.

Ragnheiður var nýskeð skipuð í nefnd sem á að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, í stað Ásbjörns Óttarssonar.

Hún ákvað á sínum tíma að skila upplýsingunum ekki. Síðar hefur hún sagt að yrði þetta til að draga setu hennar í nefndinni í efa muni hún endurskoða þá ákvörðun. Skýrslan á að koma út í mánuðinum. - kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×