Grannt fylgst með landrisi við Krýsuvík 30. nóvember 2010 12:15 Jarðvísindamenn fylgjast nú grannt með skjálftahrinum og landrisi við Krýsuvík og hafa upplýst almannavarnir um þróun mála. Aukinn þrýsingur í jarðskorpunni þar undir er talinn geta stafað annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. Jarðskjálftahrina með um 40 smáskjálftum varð í Krýsuvík í nótt en skjálftahrinur hófust á ný á svæðinu í haust eftir rólegan tíma fyrr á árinu. Jarðvísindamenn upplýstu almannavarnir í fyrra um óvenju mikið landris á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns, en þá reis land þar um þrjá sentímetra. Landrisið var rakið til þrýstingsaukningar í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi, að sögn Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings. Þessi aukni þrýsingur var talinn stafa annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. Landrisið gekk til baka í fyrravetur og á fyrri hluta þessa árs en hófst svo að nýju í vor. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur segir að ákveðið hafi verið að vakta svæðið betur og í því skyni hafi tveimur nýjum GPS-mælum verið komið upp fyrr á þessu ári. Skjálftahrinurnar nú í haust komu vísindamönnum ekki á óvart og höfðu þeir nokkru áður látið almannavarnir vita að búast mætti við hræringum á svæðinu. Vísindamenn eru þó ekki vissir um hvað þarna er að gerast en hallast helst að því að landrisið megi skýra með breytingum í jarðhitakerfinu, sem hugsanlega tengist kvikuhreyfingum. Ekki er talið að eldgos sé í uppsiglingu en ástæða er talin til að vakta svæðið vel. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Jarðvísindamenn fylgjast nú grannt með skjálftahrinum og landrisi við Krýsuvík og hafa upplýst almannavarnir um þróun mála. Aukinn þrýsingur í jarðskorpunni þar undir er talinn geta stafað annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. Jarðskjálftahrina með um 40 smáskjálftum varð í Krýsuvík í nótt en skjálftahrinur hófust á ný á svæðinu í haust eftir rólegan tíma fyrr á árinu. Jarðvísindamenn upplýstu almannavarnir í fyrra um óvenju mikið landris á litlu svæði suðvestan Kleifarvatns, en þá reis land þar um þrjá sentímetra. Landrisið var rakið til þrýstingsaukningar í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi, að sögn Freysteins Sigmundssonar jarðeðlisfræðings. Þessi aukni þrýsingur var talinn stafa annaðhvort af kvikuinnstreymi eða breytingum í jarðhitakerfum. Landrisið gekk til baka í fyrravetur og á fyrri hluta þessa árs en hófst svo að nýju í vor. Sigrún Hreinsdóttir jarðeðlisfræðingur segir að ákveðið hafi verið að vakta svæðið betur og í því skyni hafi tveimur nýjum GPS-mælum verið komið upp fyrr á þessu ári. Skjálftahrinurnar nú í haust komu vísindamönnum ekki á óvart og höfðu þeir nokkru áður látið almannavarnir vita að búast mætti við hræringum á svæðinu. Vísindamenn eru þó ekki vissir um hvað þarna er að gerast en hallast helst að því að landrisið megi skýra með breytingum í jarðhitakerfinu, sem hugsanlega tengist kvikuhreyfingum. Ekki er talið að eldgos sé í uppsiglingu en ástæða er talin til að vakta svæðið vel.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira