Innlent

Eldur í togara í Hafnarfirði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðsins er á leið í Hafnarfjarðarhöfn þar sem eldur logar í togara. Ekki er vitað að svo komnu hve mikinn eld er um að ræða.

Um er að ræða þýskan togara sem heitir Kiel. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni kom eldurinn upp í vélarrúmi. Um talsverðan eld og reyk var að ræða en enginn var ofan í vélarrúminu þegar eldurinn kom upp og er ekki vitað til þess að neinn sé í hættu.

Samkvæmt sjónvarvotti sem Vísir talaði við er fjöldi sjúkrabíla og slökkviliðsbíla á staðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×