Guðrún Jónsdóttir: Vonsvikin yfir getuleysi kirkjunnar 24. ágúst 2010 20:05 Guðrún Jónsdóttir. Til að standa undir nafni sem sálgæslustofnun þarf þjóðkirkjan að lýsa því yfir á óvéfengjanlegan hátt að hún muni standa sig í kynfeðisafbrotamálum og hafi þar engin undanbrögð. Þetta er meðal þess sem Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðukona Stígamóta, sagði í viðtali í Kastljósi í kvöld en þar voru einnig sýnd gömul viðtöl við Ólaf Skúlason biskup þegar hann var fyrst ásakaður um kynferðisofbeldi. Tvær konur leituðu til Stígamóta árið 1996 og báru Ólaf þungum ásökunum um kynferðisofbeldi hann átti að hafa beitt þær áratugi áður. Guðrún sagði í viðtal í Kastljóstinu í kvöld að hún hafi trúað þessum ásökunum. Hún segir það hafa verið lokaúrræði þessara kvenna að leita til Stígamóta. „Það að þær leituðu til okkar var síðasta úrræðið til þess að fá stuðning og áheyrn," segir Guðrún sem er vonsvikin yfir þeim skorti þjóðkirkjunnar til þess að beina málum af þessum toga í eðlilegan farveg. Hún benti meðal annars á að prestar væru alveg jafn líklegir og aðrir í veröldinni til þess að beita kynferðisofbeldi. Það væri staðreynd sem ekki væri hægt að víkja sér undan. Hún gagnrýnir einnig núverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, vegna ummæla hans um að eina réttlætið sem nái nú yfir Ólaf sé æðra máttarvald. Guðrún spurði þá á móti hversvegna menn hefðu þá dómstóla. Spurð um hugmyndina um nokkurskonar sannleiksnefnd sem myndi rannsaka málið, sagði Guðrún að hún hefði takmarkaða trú á því að slík nefnd gæti leitt allan sannleik í ljós. Hún vonaði það þó sannarlega. Aðspurð um mögulega lausn á málinu þá sagði hún að það væri stórt skref ef biskup stígi fram og segði afstöðu sína til kynferðisafbrotamálsins. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Til að standa undir nafni sem sálgæslustofnun þarf þjóðkirkjan að lýsa því yfir á óvéfengjanlegan hátt að hún muni standa sig í kynfeðisafbrotamálum og hafi þar engin undanbrögð. Þetta er meðal þess sem Guðrún Jónsdóttir, fyrrverandi forstöðukona Stígamóta, sagði í viðtali í Kastljósi í kvöld en þar voru einnig sýnd gömul viðtöl við Ólaf Skúlason biskup þegar hann var fyrst ásakaður um kynferðisofbeldi. Tvær konur leituðu til Stígamóta árið 1996 og báru Ólaf þungum ásökunum um kynferðisofbeldi hann átti að hafa beitt þær áratugi áður. Guðrún sagði í viðtal í Kastljóstinu í kvöld að hún hafi trúað þessum ásökunum. Hún segir það hafa verið lokaúrræði þessara kvenna að leita til Stígamóta. „Það að þær leituðu til okkar var síðasta úrræðið til þess að fá stuðning og áheyrn," segir Guðrún sem er vonsvikin yfir þeim skorti þjóðkirkjunnar til þess að beina málum af þessum toga í eðlilegan farveg. Hún benti meðal annars á að prestar væru alveg jafn líklegir og aðrir í veröldinni til þess að beita kynferðisofbeldi. Það væri staðreynd sem ekki væri hægt að víkja sér undan. Hún gagnrýnir einnig núverandi biskup, Karl Sigurbjörnsson, vegna ummæla hans um að eina réttlætið sem nái nú yfir Ólaf sé æðra máttarvald. Guðrún spurði þá á móti hversvegna menn hefðu þá dómstóla. Spurð um hugmyndina um nokkurskonar sannleiksnefnd sem myndi rannsaka málið, sagði Guðrún að hún hefði takmarkaða trú á því að slík nefnd gæti leitt allan sannleik í ljós. Hún vonaði það þó sannarlega. Aðspurð um mögulega lausn á málinu þá sagði hún að það væri stórt skref ef biskup stígi fram og segði afstöðu sína til kynferðisafbrotamálsins.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira