Þrátefli aðgerðarleysis varð Íslandi dýrkeypt 1. maí 2010 08:30 Páll Hreinson, Salvör Nordal, Ólafur Þ. Harðarson og Helgi I. Jónsson héldu erindi og sátu fyrir svörum í gær á málstofu um eftirmál hrunsins.Fréttablaðið/GVA Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Fjölmenni mætti í gær á málstofu félaga lögfræðinga, lögmanna og dómara um það hvað taki við í íslensku samfélagi eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hefur verið gefin út. Páll Hreinsson, hæstaréttardómari og formaður rannsóknarnefndarinnar, sagði í framsögu á málstofunni að orsakanna fyrir bankahruninu væri aðallega að leita í áhættu sem bankarnir tóku á árunum 2004 til 2006. „Í þessum hraða vexti sprengdu bankarnir innra eftirlit og gæðakerfi sín,“ sagði Páll sem kvað engan vafa á því að bankarnir hefðu farið alltof geyst í skuldabréfaútgáfu á erlendum mörkuðum. Páll sagði að þegar ljóst hafi verið hvert stefndi hafi stjórnkerfið ekki brugðist við til að lágmarka tjónið í óumflýjanlegu hruni heldur hafi Seðlabankinn og stjórnarráðið bent hvort á annað. „Þetta endaði því í þrátefli aðgerðarleysis,“ lýsti Páll stöðunni. Bæði Páll Hreinsson og Helgi I. Jónsson, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur, sögðust telja að koma þyrfti á sérstöku millidómstigi til að létta sívaxandi álagi af núverandi dómskerfi. Líkti Páll komandi málafjölda við hamfarahlaup. „Ef það á að geta náðst sátt í samfélag okkar verður nauðsynlegt uppgjör að geta farið fram fyrir dómstólum,“ sagði hann. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda siðakafla skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sagði þætti lögmanna ekki hafa verið gerð sérstök skil í skýrslunni. Hún minnti hins vegar á að í siðareglum Lögmannafélags Íslands sé tekin fram ótvíræð skylda lögmanna gagnvart réttvísi og réttlæti. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, kallaði eftir opnari og málefnalegri umræðu en hér hefði tíðkast. Reynt hafi verið að þagga niður í fólki, hlaupið hafi verið eftir „pólitískum dillum“ og skort hafi á virðingu fyrir áliti sérfræðinga. Páll tók undir með Ólafi um að verulega skorti á eðlilega rökræðu hér. Til dæmis hafi lögmenn ekki verið nógu duglegir að taka til máls. „Það er alveg ljóst að háskólasamfélagið var beitt hótunum um að fá ekki kostun ef óróaseggir þar hættu ekki að tala illa um bankana,“ sagði Páll. „Á endanum held ég að þetta hafi verið eins og í nýju fötunum keisarans – að keisarinn hafi gengið ber alllengi þegar loksins var á það bent.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels