14 ára samdi hvatningarlag fyrir afa 1. júlí 2010 10:15 Hilmar Tryggvi Finnsson samdi lag til afa síns sem lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Hilmar Tryggvi Finnsson var einungis 14 ára gamall þegar hann samdi lag til afa síns sem ber nafnið The Day og er aðallag söfnunar til styrktar Mænuskaðastofnunar. Tryggvi Ingólfsson, afi Hilmars, datt af hestbaki fyrir fjórum árum og lamaðist frá hálsi og niður. Hilmar samdi lagið sama dag og hann fékk fréttirnar af slysi afa síns, en þeir eru mjög nánir. „Ég hafði aldrei samið lag áður en hef alltaf verið mikið að leika mér með hljóðfæri. Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég bara settist niður með gítarinn og lagið varð til. Var eiginlega ekkert að hugsa en ég skrifaði bara allt sem mér datt í hug," segir Hilmar og viðurkennir að það hafi verið miklar tilfinningar í gangi á þessum tíma. „Ég var með orð læknanna, um hversu miklar líkur voru á að hann myndi lifa af og hvernig lífi hann myndi lifa, í höfðinu. Ég er að biðja um að hann fái að halda sínu lífi og njóta þess sem koma skal í laginu." Hilmar er í hljómsveitinni Porterhouse með föður sínum, Finni Bjarka Tryggvasyni, og Þorbjörgu, systur hans. Þau munu gefa út diskinn Spinal Chords í tengslum við söfnunina en það er Eurovision-lagahöfundurinn Örlygur Smári sem sá um upptökur á plötunni. Útgáfufagnaður og myndlistarsýning verða í Gallerý Ormi á Hvolsvelli kl. 16.00 laugardaginn 3. júlí. „Ég hef ekki enn þá sungið lagið fyrir afa og fær hann að heyra það á laugardaginn í fyrsta sinn. Ég hlakka til að sjá viðbrögðin," segir Hilmar og viðurkennir að hann sé smá stressaður fyrir stóru stundinni. Til að styrkja söfnunina er hægt að hringja í númerið 908 7070 og þá renna 3.000 krónur af símareikningi beint til Mænuskaðastofnunar og plata sveitarinnar með laginu, The Day, verður send heim til viðkomandi. - áp
Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira