Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja kolbeinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 06:00 Mjög þröngt er um þá 63 þingmenn sem sæti eiga í þingsalnum, enda er hann hannaður fyrir mun færri þingmenn. fréttablaðið/pjetur Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi. Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi.
Innlent Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira