Sigraðist á sorginni í skóm látinnar móður garðar örn úlfarsson skrifar 1. júlí 2010 07:15 Margbæta þurfti gönguskó móður Guðrúnar Guðmundsdóttur áður en göngunni yfir Ísland lauk á Fonti á Langanesi um síðustu helgi. Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“ Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Guðrún Guðmundsdóttir heiðraði minningu látinnar móður sinnar með því að ganga í skóm hennar frá Reykjanestá að Fonti. Faðir Guðrúnar lést daginn fyrir upphaf eins áfangans. Fyrir hvatningu ferðafélaganna hélt hún þó sínu striki. „Við vorum mjög nánar og mér finnst það hafa hjálpað mér að vera í hennar skóm,“ segir Guðrún Guðmundsdóttir, sem gekk í skóm móður sinnar 732 kílómetra leið frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. Leiðin sem Guðrún gekk á vegum Útivistar ásamt félögum sínum var farin í mislöngum áföngum frá því í mars 2008 og lauk síðastliðinn laugardag með sex daga göngu frá Ásbyrgi að Fonti. Ellefu manna hópur gekk alla áfangana saman. Ferðalagið hafði sérstaka persónulega þýðingu fyrir Guðrúnu.Guðrún Guðmundsdóttir Komin heim með skóna hennar mömmu.„Í mínum huga var þetta minningarganga um Þorgerði Einarsdóttur, móður mína, sem lést árið 2006. Þannig að ég tók hennar gönguskó og gekk í þeim alla leiðina, hvert einasta skref. Þetta var ákveðin leið til að hjálpa mér í gegnum sorgarferlið - að vera úti í náttúrunni, í kyrrðinni,“ útskýrir Guðrún sem ásamt félögum sínum upplifði náttúruna frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hópurinn óð yfir Þjórsá, klöngraðist yfir hinn margsprungna Múlajökul, gekk um stærstu eyðimörk landsins og naut líka fuglalífsins og gróðursins. Í ágúst í fyrra var á dagskrá að ganga frá Herðubreiðarlindum niður í Ásbyrgi um Jökulsárgljúfrin. Daginn áður lést faðir Guðrúnar, Guðmundur Marinósson. Hún segist strax hafa hugsað að í ferðina gæti hún ekki farið. Fararstjórarnir hafi hins vegar hringt í hana um kvöldið og stappað í hana stálinu. „Þau sögðu mér að drífa mig því hvað væri betra en að vera úti í náttúrunni og íhuga í friði og spekt? Þannig að ég lét slag standa og er glöð með það núna því þá náði ég þessum áfanga, að því er ég myndi segja með staðfestu foreldra minna í farteskinu,“ segir Guðrún. Staðfesta og einbeiting er að sögn Guðrúnar einmitt undirstaðan að því að hafa aldrei misst sjónar á settu marki. Eiginmaður hennar, Rúnar Helgi Vignisson, sem tekið hafi þátt í stórum hluta göngunnar hafi til dæmis eitt sinn boðið henni til Stokkhólms. Sú ferð hefði þýtt að Guðrún hefði tapað einni dagleiðinni. „Ég sagði: því miður - ég þarf að fara í gönguna.“
Innlent Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira