Íslenski boltinn

Viktor Unnar farinn til Selfoss

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Viktor Unnar Illugason var í dag seldur frá Val til Selfoss. Viktor samdi við Selfyssinga til loka leiktíðarinnar.

"Ég er mjög ánægður með þetta. Ef ég legg mig 100 prósent fram þá fæ ég vonandi að spila mikið," sagði Viktor Unnar við Vísi í dag.

Hann hefur fengið afar fá tækifæri með Val í sumar en af hverju fékk hann svona lítið að spila?

"Ég veit það ekki. Gulli hefur veðjað á Danni König. Annars var mjög fínt að vera í Val og ég hef ekki yfir neinu að kvarta nema hvað ég fékk lítið að spila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×