Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 18:30 Ragnar Zophonías Guðjónsson var sparissjóðsstjóri Byrs. Hann hefur nú verið ákærður fyrir umboðssvik. Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara, en nafn þriðja mannsins hefur ekki fengist staðfest. Umboðssvik eru hegningarlagabrot sem varða allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding í tveimur hlutum, október og desember 2008, eftir bankahrunið, til þess að kaupa 1,8 prósent stofnfjárhlut í Byr. Þessi lánveiting er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Seljandi bréfanna var MP banki en bankinn hafði fengið þau meðal annars eftir veðkall á eignarhaldsfélagið Húnahorn sem var í eigu nokkurra stjórnenda Byrs, þ.ám. Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra. Aðrir seljendur voru m.a. áðurnefndur Jón Þorsteinn og Birgir Ómar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rannsókn málsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Rannsókn var felld niður á hendur Birgi Ómari, og Auði Örnu Eiríksdóttur, útibússtjóra Byrs og níu öðrum sakborningum og hafa þeir allir fengið bréf þess efnis, en Auður Arna var meðal eiganda Húnahorns sem átti upphaflega stofnfjárbréfin í Byr sem félagið Exeter Holding keypti af MP banka, en MP banki hafði eignast þau eftir veðkall þar sem Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar fyrir lánum þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði. Rannsókn málsins er nú lokið og fékkst það staðfest hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið gat engar aðrar upplýsingar veitt þar sem rannsakendur eru bundnir við lög um meðferð sakamála en ákærurnar hafa ekki verið birtar fyrir öllum sakborningunum þremur. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara, en nafn þriðja mannsins hefur ekki fengist staðfest. Umboðssvik eru hegningarlagabrot sem varða allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding í tveimur hlutum, október og desember 2008, eftir bankahrunið, til þess að kaupa 1,8 prósent stofnfjárhlut í Byr. Þessi lánveiting er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Seljandi bréfanna var MP banki en bankinn hafði fengið þau meðal annars eftir veðkall á eignarhaldsfélagið Húnahorn sem var í eigu nokkurra stjórnenda Byrs, þ.ám. Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra. Aðrir seljendur voru m.a. áðurnefndur Jón Þorsteinn og Birgir Ómar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rannsókn málsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Rannsókn var felld niður á hendur Birgi Ómari, og Auði Örnu Eiríksdóttur, útibússtjóra Byrs og níu öðrum sakborningum og hafa þeir allir fengið bréf þess efnis, en Auður Arna var meðal eiganda Húnahorns sem átti upphaflega stofnfjárbréfin í Byr sem félagið Exeter Holding keypti af MP banka, en MP banki hafði eignast þau eftir veðkall þar sem Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar fyrir lánum þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði. Rannsókn málsins er nú lokið og fékkst það staðfest hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið gat engar aðrar upplýsingar veitt þar sem rannsakendur eru bundnir við lög um meðferð sakamála en ákærurnar hafa ekki verið birtar fyrir öllum sakborningunum þremur.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira