Sérstakur saksóknari gefur út sínar fyrstu ákærur Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 18:30 Ragnar Zophonías Guðjónsson var sparissjóðsstjóri Byrs. Hann hefur nú verið ákærður fyrir umboðssvik. Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara, en nafn þriðja mannsins hefur ekki fengist staðfest. Umboðssvik eru hegningarlagabrot sem varða allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding í tveimur hlutum, október og desember 2008, eftir bankahrunið, til þess að kaupa 1,8 prósent stofnfjárhlut í Byr. Þessi lánveiting er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Seljandi bréfanna var MP banki en bankinn hafði fengið þau meðal annars eftir veðkall á eignarhaldsfélagið Húnahorn sem var í eigu nokkurra stjórnenda Byrs, þ.ám. Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra. Aðrir seljendur voru m.a. áðurnefndur Jón Þorsteinn og Birgir Ómar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rannsókn málsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Rannsókn var felld niður á hendur Birgi Ómari, og Auði Örnu Eiríksdóttur, útibússtjóra Byrs og níu öðrum sakborningum og hafa þeir allir fengið bréf þess efnis, en Auður Arna var meðal eiganda Húnahorns sem átti upphaflega stofnfjárbréfin í Byr sem félagið Exeter Holding keypti af MP banka, en MP banki hafði eignast þau eftir veðkall þar sem Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar fyrir lánum þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði. Rannsókn málsins er nú lokið og fékkst það staðfest hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið gat engar aðrar upplýsingar veitt þar sem rannsakendur eru bundnir við lög um meðferð sakamála en ákærurnar hafa ekki verið birtar fyrir öllum sakborningunum þremur. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur gefið út sínar fyrstu ákærur. Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs og Ragnar Zophonías Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri og ónafngreindur þriðji maður eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitingar Byrs sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Um er að ræða fyrstu ákærur sérstaks saksóknara, en nafn þriðja mannsins hefur ekki fengist staðfest. Umboðssvik eru hegningarlagabrot sem varða allt að tveggja ára fangelsi og allt að sex ára fangelsi ef sakir eru mjög miklar. Málið snýst um 1,1 milljarðs króna lán sem Byr veitti Exeter Holding í tveimur hlutum, október og desember 2008, eftir bankahrunið, til þess að kaupa 1,8 prósent stofnfjárhlut í Byr. Þessi lánveiting er talin hafa valdið sparisjóðnum miklu fjárhagslegu tjóni. Seljandi bréfanna var MP banki en bankinn hafði fengið þau meðal annars eftir veðkall á eignarhaldsfélagið Húnahorn sem var í eigu nokkurra stjórnenda Byrs, þ.ám. Ragnars Zophoníasar Guðjónssonar, sparisjóðsstjóra. Aðrir seljendur voru m.a. áðurnefndur Jón Þorsteinn og Birgir Ómar Haraldsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Byr. Alls voru fjórtán einstaklingar grunaðir undir rannsókn málsins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Rannsókn var felld niður á hendur Birgi Ómari, og Auði Örnu Eiríksdóttur, útibússtjóra Byrs og níu öðrum sakborningum og hafa þeir allir fengið bréf þess efnis, en Auður Arna var meðal eiganda Húnahorns sem átti upphaflega stofnfjárbréfin í Byr sem félagið Exeter Holding keypti af MP banka, en MP banki hafði eignast þau eftir veðkall þar sem Húnahorn gat ekki veitt fullnægjandi tryggingar fyrir lánum þegar stofnfjárbréfin lækkuðu í verði. Rannsókn málsins er nú lokið og fékkst það staðfest hjá embætti sérstaks saksóknara. Embættið gat engar aðrar upplýsingar veitt þar sem rannsakendur eru bundnir við lög um meðferð sakamála en ákærurnar hafa ekki verið birtar fyrir öllum sakborningunum þremur.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Fleiri fréttir Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Sjá meira