Innlent

Vilja nota áfengislása gegn ölvunarakstri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur til ýmis úrræði til að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Mynd/ Rósa.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa leggur til ýmis úrræði til að koma í veg fyrir ölvunarakstur. Mynd/ Rósa.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa vill að skoðaðir verði kostir þess að innleiða svokallaða áfengislása vegna ökumanna sem aka ítrekað undir áhrifum áfengis. Þá vill Rannsóknarnefndin einnig að heimilt verði að dæma síbrotamenn á þessu sviði til áfengismeðferðar sem hluta af viðurlögum við ölvunarakstri.

Í ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðaslysa fyrir síðasta ár kemur fram að ölvunarakstur var algengasta orsök banaslysa í fyrra. Nefndin vill að refsimörk vegna ölvunaraksturs verði lækkuð úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Hin tillaga nefndarinnar felur í sér að settir verði áfengislásar í bifreiðir ökumanna sem hafa verið teknir fyrir ölvunarakstur. Sú aðgerð er fyrst og fremst hugsuð vegna ökumanna sem aka endurtekið undir áhrifum áfengis og láta ekki segjast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×